Evris Foundation
Um Evris
Evris Foundation ses. er sjálfseignastofnun stofnuð snemma árs 2014.
Eitt af meginmarkmiðum Evris er að auka lífsgæði á Íslandi og annars staðar með því að aðstoða og veita stjórnvöldum, stofnunum, félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum úrvals þjónustu. Þetta gerir Evris meðal annars með því að standa fyrir og/eða taka þátt í margvíslegum verkefnum sem hafa þetta sama leiðarljós. Gott dæmi um þetta er BALL verkefnið en Evris leggur einmitt sérstaka áherslu á verkefni sem hafa þýðingu á evrópskum vettvangi.
Viðfangsefni Evris geta verið á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar, byggðaþróunar og atvinnumála, sérstaklega þegar þau tengjast atvinnuþróun.
Hlutverk okkar er að leggja af mörkum krafta okkar og sérfræðiþekkingu á evrópskri og alþjóðlegri samvinnu. Þannig hjálpum við viðskiptavinum okkar að blómstra á sínu sviði með því að nýta og njóta þeirra kosta sem slík samvinna býður.
Evris Foundation leggur ríka áherslu á að uppfylla skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum af fagmennsku, áreiðanleika og heiðarleika og þróa samband sem markast af trausti og viljanum til að ná árangri.
Heimilsfang:
Grandagarður 16
101 Reykjavík
Sími 617 1600
Tölvupóstur: evris@evris.eu
Vefsetur: www.evris.eu
Evris teymið sem annast BALL - verkefnið
Evris stýrir BALL verkefninu.
- Anna Margrét Guðjónsdóttir er verkefnisstjóri BALL verkefnisins. Hún er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu, Bs. gráðu í landafræði og kennsluréttindi - allt frá Háskóla Íslands. Anna Margrét hefur langa reynslu í verkefnastjórnun og tekið þátt í mörgum evrópskum verkefnum. Netfang hennar er: annamargret@evris.eu