Niðurstaða fyrsta áfanga BALL- verkefnisins var kynnt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra á fundi í velferðarráðuneytinu
Niðurstaða fyrsta áfanga BALL- verkefnisins var kynnt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra á fundi í velferðarráðuneytinu. Verkefnið fjallar um hvernig skuli staðið að undirbúningi þriðja æviskeiðsins, það er áranna eftir fimmtugt.
Verkefnið er stutt af Erasmus+ áætlun ESB en að því standa aðilar á Íslandi, Póllandi og Spáni. Ísland veitir verkefninu forystu og er verkefnisstjórnin í höndum ráðgjafafyrirtækisins Evris. Fagleg vinna er í höndum samtakanna U3A Reykjavík og systursamtaka þeirra (U3A) í Lublin og Alicante. Ráðherra voru afhentar tvær skýrslur, annars vegar um stöðu fólks á þriðja æviskeiðinu á Íslandi og hins vegar samanburðarskýrsla milli landanna þriggja.