You are here:

Niðurstaða fyrsta áfanga BALL- verkefnisins var kynnt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra á fundi í velferðarráðuneytinu

Ball project was presented to Ms Eygló Harðardóttir, Minister of Social Affairs and Housing, in Iceland
Icelandic

Niðurstaða fyrsta áfanga BALL- verkefnisins var kynnt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra á fundi í velferðarráðuneytinu. Verkefnið fjallar um hvernig skuli staðið að undirbúningi þriðja æviskeiðsins, það er áranna eftir fimmtugt.
Verkefnið er stutt af Erasmus+ áætlun ESB en að því standa aðilar á Íslandi, Póllandi og Spáni. Ísland veitir verkefninu forystu og er verkefnisstjórnin í höndum ráðgjafafyrirtækisins Evris. Fagleg vinna er í höndum samtakanna U3A Reykjavík og systursamtaka þeirra (U3A) í Lublin og Alicante. Ráðherra voru afhentar tvær skýrslur, annars vegar um stöðu fólks á þriðja æviskeiðinu á Íslandi og hins vegar samanburðarskýrsla milli landanna þriggja.


Meðal niðurstaðna er að skapa verði aukna meðvitund um mikilvægi þriðja æviskeiðsins. Undirbúningur fyrir þetta tímabil í lífi fólks verði að hefjast fyrr en reyndin er í dag. Sá undirbúningur verði að taka mið af þörfum einstaklingsins með hvatningu til umhugsunar um eigin stöðu. Þá er mikilvægt að fólk sé vel undirbúið undir þær breytingar sem verða á lífi þess þegar eftirlaunaaldurinn nálgast og líta á þetta tímabil sem tækifæri. Virkjun hugans er lykill að ánægju og árangri og hvetur til nýrra dáða.
Vonast er til þess að að BALL verkefnið og niðurstöður þess geti nýst íslenskum stjórnvöldum við stefnumótun og nauðsynlegar aðgerðir í þessum mikilvæga málaflokki. Hlutfall þeirra sem teljast á þriðja æviskeiði vex hratt og er nauðsynlegt að taka mið af því á fjölmörgum sviðum samfélagsins.
Annar áfangi BALL verkefnisins er víðtæk viðhorfskönnun á Íslandi, Spáni og í Póllandi sem stendur næstu vikur. Þriðji áfanginn mun síðan fela í sér þróun ráðgefandi leiðbeininga sem nýtast munu til dæmis atvinnuveitendum og endurmenntunarmiðstöðvum. Verkefnið hófst haustið 2014 og lýkur haustið 2016.

Nánari upplýsingar:

Hans Kristján Guðmundsson
formaður U3A Reykjavík
gsm: 842 2797
hanskr@simnet.is

Jóna Sólveig Elínardóttir
Evris
gsm: 866 4503
jonasolveig@evris.is
Heimasíða verkefnisins

 

 

Facebook Link      Twitter Link     YouTube Link     Google+ Link     RSS LINK