Rökin, markmiðin og þarfirnar
Æ stærri hluti íbúa iðnvæddra ríkja er lengur á eftirlaunaaldri en áður. Að meðaltali getur fólk átt von á því að verja fjórðungi til þriðjungi ævinnar á eftirlaunum. Lengri lífslíkur leiða til þess að þeim sem eru á þriðja æviskeiðinu fjölgar jafnt og þétt. Í Evrópu má búast við að um 25% fylli þennan hóp. Íbúar Evrópu sem náð hafa 65 ára aldri geta að meðaltali reiknað með að lifa um 20 ár til viðbótar og hefur þessi tími lengst verulega á síðustu áratugum (Mannföldaskýrsla Eurostat 2010). Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um aldur jarðarbúa 1950 - 2050 kemur fram að „Evrópa er sá hluti heimsins þar sem hlutfall eldri íbúa er hæst og er því spáð að svo verði að minnsta kosti næstu 50 árin. Því er spáð að um 37% Evrópubúa verði 60 ára og eldri en talan stóð í um 20% árið 2000. Spáð er að nærri 30% verði yfir 65 ára aldri en það voru um 15% árið 2000.“
Það er því mjög brýnt fyrir framtíð Evrópu að trygga þessum stóra hópi sem best lífsgæði og tryggja um leið að auðurinn sem felst í þekkingu hans og reynslu nýtist yngra fólki og samfélaginu í heild. Í ljósi þessa er BALL verkefnið skilgreint og markið sett á að skapa grundvöll fyrir færsælu þriðja æviskeiði með vönduðum og markvissum undirbúningi. Rannsóknir og reynsla leiða til þess að við trúum því að vel tímasettur undirbúningur fyrir þriðja æviskeiðið og fyrir þær breytingar sem því fylgja séu lykilskilyrði fyrir virkum, innhaldsríkum og ánægulegum síðasta þriðjungi ævinnar og lífi eftir starfslok. Sýnt hefur verið fram á að viðhorf fólks til starfsloka skiptist milli þess að segja skilið við hefðbundið líf og hafa ekkert að hverfa að og þess að upplifa frelsi í að losna undan starfsskyldum. Síðarnefndi hópurinn hlakkar til að sinna nýjum og spennandi verkefnum og geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins með þeim hætti. Við trúum því að það sé mikilvægt að búa til leiðbeiningar, ráðleggingar og benda á vænlegustu leiðirnar (e. best practices) við undirbúning einstaklinga fyrir starfslok. Þannig má tryggja að þriðja æviskeiðið verði markað áherslu á nám, umhverfi og andblæ menningar, og miðlun þekkingar. Mikilvægt er að auka meðvitund í samfélaginu um hinn mikla mannauð sem felst í fólki á þriðja æviskeiðinu og þýðingu hans fyrir þjóðfélagið í heild. Tilvist hæfs, virks og afkastamikils fólks á þriðja æviskeiðinu er mikilvæg auðlind sem nýta má til að takast á við félagslegar, efnahagslegar og menningarlegar breytingar í öllum löndum. Þessa auðlind má ekki láta ónotaða eða kasta á glæ.