You are here:
Ball project was presented to Ms Eygló Harðardóttir, Minister of Social Affairs and Housing, in Iceland

Niðurstaða fyrsta áfanga BALL- verkefnisins var kynnt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra á fundi í velferðarráðuneytinu. Verkefnið fjallar um hvernig skuli staðið að undirbúningi þriðja æviskeiðsins, það er áranna eftir fimmtugt.
Verkefnið er stutt af Erasmus+ áætlun ESB en að því standa aðilar á Íslandi, Póllandi og Spáni. Ísland veitir verkefninu forystu og er verkefnisstjórnin í höndum ráðgjafafyrirtækisins Evris. Fagleg vinna er í höndum samtakanna U3A Reykjavík og systursamtaka þeirra (U3A) í Lublin og Alicante. Ráðherra voru afhentar tvær skýrslur, annars vegar um stöðu fólks á þriðja æviskeiðinu á Íslandi og hins vegar samanburðarskýrsla milli landanna þriggja.

Hugsað stórt í BALL

Nú líður að lokum kortlagninartímabils (e. Mapping Exercise) í BALL verkefninu en hvert land hefur unnið hörðum höndum að því að kortleggja það sem gert hefur verið í málefnum þriðja æviskeiðsins í hverju landi fyrir sig (þ.e. á Íslandi, Spáni og í Póllandi) með aðstoð og innleggi frá skilgreindum hagsmunaaðilum. Aðstoðin hefur falist í reglulegum bakhjarlafundum en ekki síst í þátttöku í svokölluðum hugarflugsfundum. Hugarflugsfundina sóttu sérfræðingar sem staðið hafa fyrir starfslokanámskeiðum, fulltrúar nokkurra stórra fyrirtækja með öfluga mannauðsstefnu ásamt fulltrúum frá stærstu stéttarfélögunum.

 

 

Facebook Link      Twitter Link     YouTube Link     Google+ Link     RSS LINK